Skip to Main Content
site header image

IRIS - Leiðbeiningar fyrir rannsakendur: Um IRIS

IRIS - the Icelandic Research Information System

IRIS (Icelandic Research Information System) er rannsóknargátt fyrir Ísland. Rannsóknargáttin safnar upplýsingum um rannsóknarverkefni og styrki sem og allar rannsóknarafurðir rannsakenda við háskóla og rannsóknarstofnanir á Íslandi. Þær rannsóknarupplýsingar sem birtar eru á IRIS eru nú þegar opinberar og aðgengilegar í gegnum ýmsar útgáfur en IRIS veitir í fyrsta sinn á Íslandi möguleikann á að sjá þessar rannsóknir allar á einum stað og í samhengi við stofnanir og samstarf rannsakenda þeirra á milli. 

IRIS, byggir á hugbúnaði frá Elsevier (PURE) og er kerfi í mótun.
Athugið að allar upplýsingar sem birtast í IRIS um rannsóknir starfsfólks háskóla og rannsóknarstofnana eru nú þegar opinberar.

Þær upplýsingar sem eru í kerfinu eru sóttar í Scopus sem er í eigu Elsevier, líkt og PURE kerfið
Eðli málsins samkvæmt eru þessar upplýsingar því ekki tæmandi fyrir hvern og einn rannsakanda en með tímanum verða þessar upplýsingar betri og sóttar í fleiri gagnagrunna og -söfn. 
Rannsakendur sem birta ekki í enskumælandi útgáfum (sbr. efni sem sótt er í Scopus) er bent á að nýta sér OrcID til að vísa í útgáfur á íslensku eða öðrum tungumálum því IRIS getur sótt þær upplýsingar svo þær skili sér á síður rannsakenda í IRIS. 

IRIS er svokallað CRIS kerfi (Current Research Information System) en ekki sögulegur gagnagrunnur.