Skip to main content
site header image

Lögfræði: Velkomin

Velkomin

Þessum leiðarvísi er ætlað að vísa á helstu hjálpargögn við heimildaleit í faginu.

Aðgangur að rafrænum gögnum

Rafræn gögn eru ýmist:

  • öllum opin
  • opin á landsvísu
  • opin á Háskólanetinu  þ.e. efni í séráskrift safnsins.      

Nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands sem hafa VPN  (Virtual Private Network) í tölvum sínum geta tengst séráskriftum safnsins utan háskólanetsins og einnig erlendis frá.

 

Hvar?

Bækur og tímarit í lögfræði er að finna á 3. og 4. hæð í Þjóðarbókhlöðunni. Alþingis- og Stjórnartíðindi eru í handbókasafninu á 2.hæð.

Ritakostur safnsins í lögfræði er þó einkum á bókasafni Lagadeildar á 3. hæð í Lögbergi.

Bókasafnið er stærsta lagabókasafn landsins. Í safninu eru um 10 þúsund bækur, nýjustu árgangar rúmlega 30 tímarita í prentaðri útgáfu og ýmis uppsláttarrit.  Endurgjaldslaus aðgangur að skanna er á safninu.

Safngögn eru einungis lánuð út til starfsmanna og nemenda Lagadeildar HÍ.

Allir nemendur Lagadeildar eiga kost á því að fá bækur safnsins að láni í allt að 3 daga

Kennarar deildarinnar, meistara og grunnnemar sem eru að vinna að lokaritgerð í lögfræði við HÍ geta fengið bækur að láni í 30 daga.

Á meðan enginn biðlisti er má endurnýja útlán.

Sumarafgreiðslutími á bókasafni Lagadeildar HÍ

  1. - 30. júní 1. júlí - 9. ágúst 10. - 28. ágúst
Mánudagar 14 - 16 Lokað 10 - 12:30
Þriðjudagar Lokað Lokað 14 - 16
Miðvikudagar 14 - 16 Lokað 10 - 12:30
Fimmtudagar Lokað Lokað 14 - 16
Föstudagar Lokað Lokað 10 - 12:30

Hafðu samband

Guðmundur Ingi Guðmundsson, MIS
Umsjónarmaður
gig@landsbokasafn.is
Sími: 525 4372

Aðstoð í laganáminu

Starfsmaður Lagabókasafnsins í Lögbergi er Guðmundur Ingi Guðmundsson bókasafns- og upplýsingafræðingur. Hann býður nemendum sem eru að skrifa lokaritgerðir persónulega aðstoð við að finna heimildir. Bóka þarf tíma, vinsamlegast sendið beiðni á lagabokasafn@landsbokasafn.is