Skip to Main Content
site header image

Námsbókasafn: Fyrir nemendur

Námsbókasafn er safn efnis sem kennarar við Háskóla Íslands hafa óskað eftir að sé aðgengilegt fyrir nemendur

Svona notar þú námsbókasafnið

Hvað er námsbókasafn?

Námsbókasafn er safn bóka, mynddiska og annars efnis sem kennarar við Háskóla Íslands hafa óskað eftir að sé aðgengilegt nemendum í tilteknum námskeiðum. Námsbókasafnið er fremst þegar komið er inn á 4. hæð Þjóðarbókhlöðunnar.

Hvernig er námsbókasafnið skipulagt?

Aðgangur að námsbókasafni er opinn. Námsbókasafninu er raðað niður eftir fræðasviðum Háskóla Íslands og síðan eftir deildum innan fræðasviðs. Námskeiðið sem þú leitar að finnur þú í merktri hillu í þinni deild. Mynddiskar eru ávallt geymdir bak við afgreiðsluborðið á 4. hæð, því þarf að spyrja sérstaklega eftir þeim í afgreiðslunni. 

Hvernig nota ég námsbókasafnið? 

Efni á námsbókasafni er eingöngu ætlað þeim sem stunda nám við Háskóla Íslands. Bækurnar eru aðgengilegar í hillum þannig að nemendur finna sjálfir þær námsbækur sem þeir þurfa að nota.

Hvernig tryggi ég góða samnýtingu?

Mjög áríðandi er að allt efni sem er til notkunar á staðnum rati aftur á sinn stað svo aðrir nemendur geti nýtt sér það. Fleiri eintök eru til af sumum bókum og eru þær þá staðsettar annars staðar í safninu og til almennra útlána.

Hvar skila ég bókum úr námsbókasafni?

Ef bókin er merkt notkun á staðnum er henni skilað á skilavagna sem standa við afgreiðsluborðið á 4. hæð. Ef bókin er lánuð út er henni skilað í afgreiðsluna á 2. hæð eins og öðru efni.

Er hægt að panta bók eða framlengja lánstíma?

Ekki er hægt að taka frá efni í námsbókasafni. Aðeins er hægt að framlengja lánstíma ef skriflegt leyfi frá kennara liggur fyrir. Beiðni frá kennara þarf að berast námsbókasafni í tölvupósti: namsbokasafn@landsbokasafn.is

Hvernig finn ég námsbókina mína?

Hægt er að sjá hvort bók er skráð á námsbókasafn á lbs.leitir.is. Þar er einnig hægt að sjá hversu langur lánstíminn er og í hvaða námskeið bókin er skráð.

Hér að neðan má sjá hvernig upplýsingarnar um námsbókina eru skráðar inn í lbs.leitir.is. 

Hvað má ég hafa bækurnar lengi?

 

Rauður miði: Notkun á staðnum

Bleikur miði: Dægurlán

Blár miði: 3ja daga lán

Gulur miði: 7 daga lán

Grænn miði: 2ja vikna lán

 

Vinsamlegast takið tillit til samnemanda

Afar áríðandi er að gögnum sé skilað á réttum tíma

Dagsektir eru 300 kr. á dag fyrir hvert eintak