Skip to Main Content
site header image

Rafbækur Lbs-Hbs og Háskóla Íslands: Velkomin

Upplýsingar um rafbækur í áskrift bókasafnsins og/eða Háskóla Íslands

Velkomin

Í þessum leiðarvísi er að finna upplýsingar um rafbækur hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Rafbækur eru í boði á flestum fræðasviðum og gagnast sérstaklega nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands.

Ný rafræn söfn

Nú hefur starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands aðgang að um 190.000 rafbókum á öllum fræðasviðum í gagnasafninu ProQuest Ebook Central.

Athugið!

Einstök rafræn söfn geta innihaldið efni sem er ekki í áskrift safnsins og/eða Háskóla Íslands. Oft er boðið uppá að takmarka leit við efni í áskrift og getur það verið góður kostur.

Að nota rafbækur - almennar upplýsingar

Rafbækur eru keyptar sérstaklega fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. Það er hægt að leita að rafbókum, eins og öðrum safnkosti, í bókasafnskerfinu lbs.leitir.is Til þess að fá aðgang að bókunum þarf notandi að vera staddur á bókasafninu í Þjóðarbókhlöðu eða tengdur háskólanetinu. Hægt er að tengjast Háskólanetinu utan háskólasvæðisins með VPN tengingu.

Aðrir gestir geta nálgast og lesið rafræn gögn bókasafnsins á safninu í Þjóðarbókhlöðu úr tölvum á 2. hæð. Starfsfólk í þjónustuborði getur aðstoða við það. 
 
 Flestar rafbækur
  • er hægt að finna með leit í safnkosti bókasafnsins á lbs.leitir.is 
  • er hægt að finna með leit í safni viðkomandi útgefanda
  • er hægt að lesa sem PDF skrár, HTML síður eða með Adobe Digital Edition forritinu
  • er hægt að nota á bókasafninu, á háskólasvæðinu eða utan þess með því að tengjast Háskólanetinu með VPN tengingu.

Notkunarskilmálar - almennt

Leyfilegt 

  • að leita í söfnum útgefenda, skoða safnkost og einstakar bækur
  • að prenta út og vista bókarkafla til persónulegara nota í tengslum við nám, kennslu og rannsóknir
  • að setja krækjur í rafbækur og bókarkafla í bókalista á kennsluvefi Háskóla Íslands

Óleyfilegt

  • að nota rafbók eða hluta hennar í viðskiptalegum tilgangi
  • að dreifa, selja eða breyta rafbók
  • að hlaða rafbókum kerfisbundið niður

Hafðu samband

undefined

Guðrún Tryggvadóttir
Sviðsstjóri þjónustu og miðlunar
gudrun.tryggvadottir@landsbokasafn.is
Sími: 525 5731