Skip to main content
site header image

Rannsóknarþjónusta og opinn aðgangur: Opinn aðgangur

Fróðleikur og hagnýtar upplýsingar

Opinn aðgangur

Þjónustugjöld vegna birtinga

Þjónustugjöld vegna birtinga (Article Processing Charge eða APC) eru gjöld sem útgefendur rukka höfunda fyrir birtingu greina í opnum aðgangi. Þessi gjöld eru mismunandi eftir útgefendum. Birting er ýmist í áskriftartímariti og þá er viðkomandi grein í opnum aðgangi en aðrar greinar í tímaritinu geta verið lokaðar, þá er talað um blandaðan opinn aðgang (e. hybrid gold access) eða í tímariti sem er alfarið í opnum aðgangi. 

 Sjá yfirlit yfir þjónustugjöld og birtingatafir helstu útgefenda.

 

 

 

Handrit og útgefnar greinar (pre-print, post-print, publisher´s version)

Óritrýnt handrit (pre-print/author´s manuscript). Grein sem send hefur verið til útgáfu í tímariti, er lokauppkast sem höfundur skilar til útgefanda og á eftir að ritrýna

Lokaútgáfa höfundar (post-print/accepted manuscript). Ritrýnd grein sem samþykkt hefur verið til birtingar í vísindatímariti, er efnisleg lokaútgáfa greinar og er í framsetningu höfundar.

Útgefin grein (publisher´s version). Útgefin grein eins og hún birtist í tímariti, í uppsetningu og umbroti útgefanda.

Mismunandi er eftir tímaritum hvaða útgáfur má vista í varðveislusafni. Í gagnasafninu SHERPA/RoMEO er hægt að nálgast upplýsingar um útgáfustefnur einstakra útgefenda og hverja ofantalinna útgáfa greinar má vista í varðveislusafni. Leitað er eftir titli tímarits eða ISSN númeri.