Skip to main content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Rannsóknarþjónusta og opinn aðgangur: Opinn aðgangur

Fróðleikur og hagnýtar upplýsingar

Opinn aðgangur

  • Skil í Opin vísindi, leiðbeiningar
  • openaccess.is Upplýsinga- og fræðsluvefur Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns um opinn aðgang hérlendis og erlendis.

 

Þjónustugjöld vegna birtinga

Þjónustugjöld vegna birtinga (Article Processing Charge eða APC) eru gjöld sem útgefendur rukka höfunda fyrir birtingu greina í opnum aðgangi. Þessi gjöld eru mismunandi eftir útgefendum. Birting er ýmist í áskriftartímariti og þá er viðkomandi grein í opnum aðgangi en aðrar greinar í tímaritinu geta verið lokaðar, þá er talað um blandaðan opinn aðgang (e. hybrid gold access) eða í tímariti sem er alfarið í opnum aðgangi. 

 Sjá yfirlit yfir þjónustugjöld og birtingatafir helstu útgefenda.

 

 

 

Handrit og útgefnar greinar (pre-print, post-print, publisher´s version)

Óritrýnt handrit (pre-print/author´s manuscript). Grein sem send hefur verið til útgáfu í tímariti, er lokauppkast sem höfundur skilar til útgefanda og á eftir að ritrýna

Lokaútgáfa höfundar (post-print/accepted manuscript). Ritrýnd grein sem samþykkt hefur verið til birtingar í vísindatímariti, er efnisleg lokaútgáfa greinar og er í framsetningu höfundar.

Útgefin grein (publisher´s version). Útgefin grein eins og hún birtist í tímariti, í uppsetningu og umbroti útgefanda.

Mismunandi er eftir tímaritum hvaða útgáfur má vista í varðveislusafni. Í gagnasafninu SHERPA/RoMEO er hægt að nálgast upplýsingar um útgáfustefnur einstakra útgefenda og hverja ofantalinna útgáfa greinar má vista í varðveislusafni. Leitað er eftir titli tímarits eða ISSN númeri.