Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.
site header image

Rannsóknarþjónusta og opinn aðgangur: Að velja tímarit

Fróðleikur og hagnýtar upplýsingar

Atriði sem hafa ber í huga við val á útgefanda og tímariti

Ekki allir útgefendur eru áreiðanlegir. Á þessum vef er að finna ýmis tól og hagnýtar upplýsingar sem auðvelda val á áreiðanlegum tímaritum til að birta í. 

  • Tímarit á einstökum fræðasviðum og hvernig ber að forðast rányrkjutímarit (e. predatory journals)

Til að finna tímarit á nýju fræðasviði eða nýja valkosti er gott að leita í gagnasöfnunum Scopus og Web of Science að greinum á viðkomandi fræðasviði. Insights Journal Citation Report í Web of Science er mjög gagnlegt að nota við val á tímariti en þar er m.a. hægt að slá inn einstökum titlum og fá heildstæðar upplýsingar um þá.

Með tilkomu internetsins hafa orðið til svokölluð rányrkju- eða gervitímarit. Vefurinn Think-Check-Submit auðveldar vísindamönnum að meta áreiðanleika tímarita. Þetta er einfaldur tékklisti sem hægt er að fara í gegnum áður en óskað er eftir því að fá grein birta. Varðandi tímarit í Opnum aðgangi þá er það ákveðinn gæðastimpill ef tímaritið er skráð í Directory of Open Access Journals (DOAJ) eða útgefandinn er meðlimur í Open Acess Scholarly Publishers´ Association (OASPA). Sjá einnig Predatory publishers: how to determine validity

  • Upplýsingar um áhrifastuðla einstakra tímarita

Insights Journal Citation Reports
Clarivate (áður ISI) "Journal Impact Factor"

Scimago Journal Rank (SJR) -
Áhrifastuðlar tímarita hjá Elsevier

ORCID auðkenni

ORCID logoHáskóli Íslands mælist til þess að starfsfólk noti ORCID auðkenni og slíkt auðkenni er nauðsynlegt til að skrá verk í varðveislusafnið Opin vísindi.

Nýr samningur við Karger Journals

Samkvæmt nýjum samningi við Karger útgáfuna geta vísindamenn á Íslandi nú birt vísindagreinar í Karger Journals í opnum aðgangi án þess að greiða birtingargjöld og er fjöldi greina til birtingar ótakmarkaður.

Leiðbeiningar um innsendingu greina til birtingar hjá Karger (á ensku)