Skip to main content
site header image

Þjónusta við kennslu: Námsefni

Námsefni

Bókasafnið vinnur að því með kennurum Háskóla Íslands að tryggja að nemendum standi til boða efni sem þeir þurfa að nota í námi sínu. Helstu leiðir til þess eru 

Það er mikilvægt að nemendur hafi greiðan aðgang að námsefni. Þannig nýtist háskólabókasafnið vel og bækur og önnur rafræn heimildasöfn sem háskólinn hefur keypt áskrftir að sömuleiðis. 

Sérfræðingar safnsins geta aðstoðað kennara við að gera leslista aðgengilegri með því að finna efni á rafrænu formi og útbúa skjal fyrir námskeiðsvefi sem innihalda krækjur beint í efnið. Slíkur leslisti getur innihaldið krækjur í:

  • Rafrænar bækur í áskrift
  • Heildartexta tímaritsgreina
  • Skannað efni úr safnkosti á prenti (í samræmi við það sem heimilt er)
  • Krækjur í fullar færslur rita í skrá safnsins á leitir.is
  • Vefsíður

Sérfræðingar safnsins búa til listann, skanna bókarkafla og greinar. Kennarar þurfa aðeins að senda okkur leslista í Word formi með góðum fyrirvara. 

Hafðu samband við námsbókasafn ef þú þarft frekari upplýsingar á namsbokasafn@landsbokasafn.is eða í síma 525 5781.