Skip to main content
site header image

Rannsóknarþjónusta og opinn aðgangur: Velkomin

Fróðleikur og hagnýtar upplýsingar

Birtingar

Að velja tímarit 

  • Það er mikilvægt að vanda val á því tímariti sem birta á í m.a. til að hámarka dreifingu efnis, sýnileika þess og tilvitnanir í greinar.

Áhrifastuðlar

  • Tölfræði um útgáfur eða fjölda tilvitnana 

Ritrýni

  • Kynning á ritrýni, hvernig fer hún fram, að fá vinnu við ritrýni metna og nýjustu straumar.

Höfundaréttur, aðgangsréttur

  • Höfundar eru oft óvissir um hvaða rétt þeir hafa þegar þeir undirrita samning um útgáfu tímaritsgreinar.

Opinn aðgangur

  • Opinn aðgangur að vísindagreinum verður sífellt mikilvægari. Opinn aðgangur eykur sýnileika greina, auk þess sem margir strykveitendur gera nú kröfur um að styrkþegar birti rannsóknarafurðir sínar í Opnum aðgangi.

Rannsóknargagnasafnið PURE

  • Í júlí 2019 var undirritaður samningur um kaup á upplýsingakerfi fyrir rannsóknir á Íslandi (Current Research Information System – CRIS). Kerfið sem var valið heitir Pure frá fyrirtækinu Elsevier og er notað víða um heim. Innleiðing á kerfinu í alla háskóla og helstu rannsóknastofnanir hér á landi hófst í lok árs 2019, en Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur falið Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni að fara fyrir verkefnisstjórn innleiðingar, annast utanumhald vegna samningsins og gegna miðlægu þjónustu- og samræmingarhlutverki vegna reksturs kerfisins. Stefnt er að því að kerfið verði komið í notkun í byrjun árs 2021. ​

Opinn aðgangur

Opinn aðgangur (OA) að vísindaefni verður æ mikilvægari og margir styrkveitendur fara fram á að styrkþegar geri niðurstöður rannsókna sinna aðgengilegar öllum. Kröfur rannsóknarsjóða um OA má finna í gagnasafninu SHERPA Juliet

Í gagnasafninu SHERPA RoMEO má svo kynna sér þær reglur sem útgefendur hafa sett um vistun tímaritsgreina í varðveislusöfnum s.s. um birtingartöf og hvaða útgáfu handrits höfundum er heimilt að vista. 

Hafðu samband

Sigurgeir Finnsson, MLIS
Verkefnastjóri: rannsóknarþjónusta og opinn aðgangur
sigurgeir@landsbokasafn.is
Sími: 525 5715

ORCID auðkenni

ORCID logo

Háskóli Íslands mælist til þess að starfsfólk noti ORCID auðkenni og slíkt auðkenni er nauðsynlegt til að skrá verk í varðveislusafnið Opin vísindi.